Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium skrifar 3. júní 2022 10:00 Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar