Birta Georgsdóttir: Við gerðum þetta saman Árni Jóhannsson skrifar 1. júní 2022 21:47 Birta Georgsdóttir (28) fagnar með liðsfélögum sínum en hún átti stórleik þegar Afturelding var lögð af velli. Vísir/Diego Það er á engan hallað þegar sagt er að Birta Georgsdóttir hafi verið maður leiksins í kvöld þegar Breiðablik lagði Aftureldingur 6-1 á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld. Birta skoraði eitt markanna og lagði upp þrjú fyrir liðsfélaga sína á leið liðsins að sigri í 7. umferð Bestu-deildar kvenna. Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00