Um er að ræða sólhlífar með vörunúmerunum #s 2127206, 2127215, 2127250, 2127266, 2127270 og 1902438, með sólarrafhlöðum sem merktar eru „YEEZE 1“ á bakhlið. Umræddar sólhlífar voru seldar í verslun Costco frá 1. febrúar 2021 til 13. maí 2022.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur sérstaka athygli á innköllun Costco og beinir því til allra eiganda og notenda viðkomandi sólhlífa að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Costco. Viðskiptavinir fá verð vörunnar endurgreitt að fullu.
Um er að ræða alþjóðlega innköllun sem nær ekki til sólhlífa SunVilla sem eru ekki merktar með tölustafnum einum á eftir YEEZE og má nota þær áfram.
