Ætla að stórauka lóðaframboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2022 15:40 Fulltrúar nýja meirihluta L-lista, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, auk Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra. Vísir/Tryggvi Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent