Allt ofantalið eru aðeins dæmi þeirra atriða sem algengt er að pirri fólk í fari makans. Þegar fólk ákveður að verja lífi sínu saman þarf að slípa sig saman með tímanum, gera málamiðlanir, læra inn á hvort annað og síðast en ekki síst læra að elska alla kostina og gallana.
Það er misjafnt hvað fólk lætur fara í taugarnar á sér og oft getur fólki liðið illa yfir því eða orðið ringlað þegar það finnur að makinn eða eitthvað sem hann fari í taugarnar á þeim.
Að læra að elska og lifa með „göllunum“
Allt er þetta þó eðlilegt, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu, og ætti fólk mögulega að reyna að fókusera minna á þessa oft á tíðum litlu hluti sem að geta pirrað og læra að lifa með þeim eða reyna að laga þá í rólegheitunum.
Það skiptir samt sem áður máli hvers eðlis og hversu mikill pirringurinn er því ef annar aðilinn upplifir það að hann fari stöðugt í taugarnar á maka sínum er það ákveðin ávísun á vanlíðan og óheilbrigt samband.
Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eiga maka.
Konur svara hér:
Karlar svara hér:
Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.