Ógiltu ákvörðun ESA sem gaf grænt ljós á ríkisaðstoð til Farice Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2022 10:33 Dómur EFTA-dómstólsins var birtur í dag. EFTA EFTA-dómstólinn hefur fellt úr gildi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að aðstoð til Farice ehf. vegna fjárfestingar í sæstreng frá Íslandi til Evrópu fæli í sér ríkisaðstoð sem samræmdist framkvæmd EES-samningsins. Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. höfðaði mál fyrir EFTA-dómstólnum og fór fram á ógildingu ákvörðunarinnar en málið varðar stuðning við lagningu ÍRIS-sæstrengsins sem mun liggja milli Þorlákshafnar til Galway á Írlandi (Vísir er í eigu Sýnar). Farice hóf lagningu strengsins, sem verður þriðji sæstrengurinn frá Íslandi, fyrir rúmri viku en fyrirtækið er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Í umræddri ákvörðun ESA frá 26. mars 2021 taldi eftirlitsstofnunin engan vafa leika á því að ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins og gerði því engar athugasemdir við hana. Fram kemur í tilkynningu frá EFTA-dómstólnum að ESA sé heimilt að ljúka máli varðandi ríkisaðstoð með forathugun ef enginn vafi leiki á að ríkisaðstoðin samrýmist framkvæmd EES-samningsins, ella er stofnuninni skylt að hefja formlega rannsókn. Að sögn Farice hefur dómurinn ekki áhrif á lagningu sæstrengsins þar sem ákvörðun ESA var ógilt en ekki snúið við. „Í formlegri meðferð hjá ESA mun ítarlega vera farið yfir málið á nýjan leik og ESA mun þurfa að taka betur afstöðu til tiltekinna atriða og stjórnvöld að koma á framfæri við ESA sjónarmiðum sínum varðandi þau. Lagning ÍRIS strengsins hófst við Ísland í síðustu viku og mun lagningu ljúka í ágúst og strengurinn verður kominn í fulla virkni í upphafi árs 2023. Við það mun fjarskiptaöryggi Íslands aukast tífalt miðað við það öryggi sem núverandi kerfi býður upp á,“ segir í yfirlýsingu frá Þorvarði Sveinssyni, framkvæmdastjóra Farice, í kjölfar dómsins. ESA verið kunnugt um gögn sem drægju ákvörðunina í efa Í dómi sínum taldi EFTA-dómstóllinn að Sýn hf. hefði sýnt fram á að ESA hefði verið kunnugt um gögn sem drægju í efa þær upplýsingar sem ESA byggði ákvörðun sína á, án þess að ESA hefði rannsakað nánar gögnin sem íslensk stjórnvöld lögðu fram í málinu. Þá taldi EFTA-dómstóllinn einnig að mat ESA á gildissviði leiðbeiningarreglna sinna hefði verið ófullnægjandi. Benti það einnig til þess að ESA hefði átt við töluverða erfiðleika að stríða í forathugun sinni á málinu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá dómstólnum að sýnt hefði verið fram á að ESA hefði tekið umrædda ákvörðun þrátt fyrir að stofnunin hefði ekki yfirstigið allan vafa um hvort ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins. Af því leiddi að ógilda þyrfti ákvörðunina. Sýn rekur meðal annars Vodafone, Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Fyrirtækið hefur kvartað tvisvar til EFTA-dómstólsins vegna aðstoðar til Farice.Vísir/Vilhelm Skylt að hefja formlega rannsókn Í niðurstöðu sinni vísar EFTA-dómstóllinn til þess að lögmæti ákvörðunar um að hreyfa ekki andmælum ylti á því hvort mat ESA á upplýsingum sem lágu fyrir við forathugun á máli hefði, hlutlægt séð, átt að vekja efasemdir um hvort ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins. Þá benti EFTA-dómstóllinn á að ESA væri skylt að hefja formlega rannsókn ef stofnunin gæti ekki rutt úr vegi öllum vafaatriðum eða vandkvæðum varðandi ríkisaðstoðina. Ógildingarkrafa Sýnar var reist á tveimur málsástæðum. Í fyrsta lagi að ESA hefði brugðist skyldu sinni til að hefja formlega rannsókn á málinu þar sem ES hefði átt að telja vafa leika á því hvort ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins. Einnig var krafan byggð á því að ESA hafði brugðist skyldu sinni til að rökstyðja ákvarðanir sínar. Fyrirhuguð lega ÍRIS-sæstrengsins og hinir tveir strengirnir sem liggja frá Íslandi. Allir eru þeir á vegum Farice sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Farice Sýn skoðaði lagningu eigin sæstrengs Árið 2019 undirrituðu Sýn og norska fyrirtækið Nordavind, síðar Celtic Norse AS, samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Fram kemur í dómi EFTA-dómstólsins að á árunum 2017 til 2020 hafi Sýn afhent samgönguráðuneytinu tillögur varðandi aðkomu fyrirtækisins að lagningu þriðja sæstrengsins. Í lok 2018 undirritaði Farice nýjan samning við Fjarskiptasjóð stjórnvalda sem fól meðal annars í sér að fyrirtækið myndi hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs. Árið 2019 sótti Sýn um fjárveitingu úr Fjarskiptasjóði vegna sjávarbotnsrannsókna í tengslum við sæstrengsverkefni. Þeirri umsókn var hafnað með vísan til samnings Fjarskiptasjóðs við Farice þar sem fyrirtækinu var falið að gera svipaðar sjávarbotnsrannsóknir fyrir hönd stjórnvalda. Sýn hefur tvisvar sent kvörtun til ESA vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar til Farice. Fyrri kvörtunin varðar greiðslur á grundvelli þjónustusamnings sem voru að sögn Sýnar ekki voru í samræmi við efni þjónustusamningsins og aðra fjármuni sem höfðu runnið til Farice ehf. vegna undirbúnings á lagningu nýja sæstrengsins. Hin kvörtunin varðar þá ákvörðun ESA að aukning hlutafjár í Farice um 7,4 milljarða króna til að fjármagna ÍRIS-sæstrenginn samræmdist ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins. Fram kom í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2021 að stjórnendur telji þá ákvörðun stjórnvalda að fela Farice lagningu sæstrengsins milli Íslands og Írlands feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fréttin hefur verið uppfærð. Sæstrengir EFTA Samkeppnismál Fjarskipti Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. höfðaði mál fyrir EFTA-dómstólnum og fór fram á ógildingu ákvörðunarinnar en málið varðar stuðning við lagningu ÍRIS-sæstrengsins sem mun liggja milli Þorlákshafnar til Galway á Írlandi (Vísir er í eigu Sýnar). Farice hóf lagningu strengsins, sem verður þriðji sæstrengurinn frá Íslandi, fyrir rúmri viku en fyrirtækið er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Í umræddri ákvörðun ESA frá 26. mars 2021 taldi eftirlitsstofnunin engan vafa leika á því að ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins og gerði því engar athugasemdir við hana. Fram kemur í tilkynningu frá EFTA-dómstólnum að ESA sé heimilt að ljúka máli varðandi ríkisaðstoð með forathugun ef enginn vafi leiki á að ríkisaðstoðin samrýmist framkvæmd EES-samningsins, ella er stofnuninni skylt að hefja formlega rannsókn. Að sögn Farice hefur dómurinn ekki áhrif á lagningu sæstrengsins þar sem ákvörðun ESA var ógilt en ekki snúið við. „Í formlegri meðferð hjá ESA mun ítarlega vera farið yfir málið á nýjan leik og ESA mun þurfa að taka betur afstöðu til tiltekinna atriða og stjórnvöld að koma á framfæri við ESA sjónarmiðum sínum varðandi þau. Lagning ÍRIS strengsins hófst við Ísland í síðustu viku og mun lagningu ljúka í ágúst og strengurinn verður kominn í fulla virkni í upphafi árs 2023. Við það mun fjarskiptaöryggi Íslands aukast tífalt miðað við það öryggi sem núverandi kerfi býður upp á,“ segir í yfirlýsingu frá Þorvarði Sveinssyni, framkvæmdastjóra Farice, í kjölfar dómsins. ESA verið kunnugt um gögn sem drægju ákvörðunina í efa Í dómi sínum taldi EFTA-dómstóllinn að Sýn hf. hefði sýnt fram á að ESA hefði verið kunnugt um gögn sem drægju í efa þær upplýsingar sem ESA byggði ákvörðun sína á, án þess að ESA hefði rannsakað nánar gögnin sem íslensk stjórnvöld lögðu fram í málinu. Þá taldi EFTA-dómstóllinn einnig að mat ESA á gildissviði leiðbeiningarreglna sinna hefði verið ófullnægjandi. Benti það einnig til þess að ESA hefði átt við töluverða erfiðleika að stríða í forathugun sinni á málinu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá dómstólnum að sýnt hefði verið fram á að ESA hefði tekið umrædda ákvörðun þrátt fyrir að stofnunin hefði ekki yfirstigið allan vafa um hvort ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins. Af því leiddi að ógilda þyrfti ákvörðunina. Sýn rekur meðal annars Vodafone, Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Fyrirtækið hefur kvartað tvisvar til EFTA-dómstólsins vegna aðstoðar til Farice.Vísir/Vilhelm Skylt að hefja formlega rannsókn Í niðurstöðu sinni vísar EFTA-dómstóllinn til þess að lögmæti ákvörðunar um að hreyfa ekki andmælum ylti á því hvort mat ESA á upplýsingum sem lágu fyrir við forathugun á máli hefði, hlutlægt séð, átt að vekja efasemdir um hvort ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins. Þá benti EFTA-dómstóllinn á að ESA væri skylt að hefja formlega rannsókn ef stofnunin gæti ekki rutt úr vegi öllum vafaatriðum eða vandkvæðum varðandi ríkisaðstoðina. Ógildingarkrafa Sýnar var reist á tveimur málsástæðum. Í fyrsta lagi að ESA hefði brugðist skyldu sinni til að hefja formlega rannsókn á málinu þar sem ES hefði átt að telja vafa leika á því hvort ríkisaðstoðin samrýmdist framkvæmd EES-samningsins. Einnig var krafan byggð á því að ESA hafði brugðist skyldu sinni til að rökstyðja ákvarðanir sínar. Fyrirhuguð lega ÍRIS-sæstrengsins og hinir tveir strengirnir sem liggja frá Íslandi. Allir eru þeir á vegum Farice sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Farice Sýn skoðaði lagningu eigin sæstrengs Árið 2019 undirrituðu Sýn og norska fyrirtækið Nordavind, síðar Celtic Norse AS, samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Fram kemur í dómi EFTA-dómstólsins að á árunum 2017 til 2020 hafi Sýn afhent samgönguráðuneytinu tillögur varðandi aðkomu fyrirtækisins að lagningu þriðja sæstrengsins. Í lok 2018 undirritaði Farice nýjan samning við Fjarskiptasjóð stjórnvalda sem fól meðal annars í sér að fyrirtækið myndi hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs. Árið 2019 sótti Sýn um fjárveitingu úr Fjarskiptasjóði vegna sjávarbotnsrannsókna í tengslum við sæstrengsverkefni. Þeirri umsókn var hafnað með vísan til samnings Fjarskiptasjóðs við Farice þar sem fyrirtækinu var falið að gera svipaðar sjávarbotnsrannsóknir fyrir hönd stjórnvalda. Sýn hefur tvisvar sent kvörtun til ESA vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar til Farice. Fyrri kvörtunin varðar greiðslur á grundvelli þjónustusamnings sem voru að sögn Sýnar ekki voru í samræmi við efni þjónustusamningsins og aðra fjármuni sem höfðu runnið til Farice ehf. vegna undirbúnings á lagningu nýja sæstrengsins. Hin kvörtunin varðar þá ákvörðun ESA að aukning hlutafjár í Farice um 7,4 milljarða króna til að fjármagna ÍRIS-sæstrenginn samræmdist ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins. Fram kom í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2021 að stjórnendur telji þá ákvörðun stjórnvalda að fela Farice lagningu sæstrengsins milli Íslands og Írlands feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sæstrengir EFTA Samkeppnismál Fjarskipti Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira