Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2022 22:30 Ragnar Ágúst Isaksen er tækjamaður hjá Finni ehf. á Akureyri. Arnar Halldórsson Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent