Sænskir fjölmiðlar eiga vart orð til að lýsa breytingu hins tvítuga Elanga sem var aðallega í hlutverki hlauparans í vetur. Hann virðist nánast hafa verið inn í líkamsræktarsal allt frá því tímabilinu lauk ef marka má myndir af drengnum.
„Það virðist sem hann sé kominn með sama æfingaplan og Cristiano Ronaldo,“ segir ESPN en Sportbladet í Svíþjóð greinir frá.
Looks like Anthony Elanga is following Cristaino Ronaldo's workout regime pic.twitter.com/acERUROYlz
— ESPN UK (@ESPNUK) May 25, 2022
Elanga hefur áður greint frá því að Ronaldo – sem er 17 árum eldri – sé hans helsta fyrirmynd og að Portúgalinn sé alltaf að gefa honum ráð til að bæta leik sinn. Elanga virðist hafa hlustað á fyrirmynd sína, allavega hvað varðar að lyfta lóðum.
Ronaldo fór á sínum tíma úr því að vera snöggur vængmaður í þennan ofuríþróttamann sem við þekkjum í dag. Það verður að teljast ólíklegt að Elanga nái sömu hæðum enda Ronaldo einn sá besti frá upphafi.
Relentless, @AnthonyElanga
— Manchester United (@ManUtd) May 27, 2022
tomjoycefitness#MUFC
Elanga skoraði fjögur mörk og lagði upp þrjú til viðbótar í þeim 29 leikjum sem hann kom við sögu í fyrir Manchester United á síðustu leiktíð. Hann á því töluvert langt í land ætli hann að ná Ronaldo þegar kemur að því að setja boltann í netið en það er ljóst að Elanga ætlar að gera sitt besta til að líkjast átrúnaðargoði sínu, allavega í ræktinni.