Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna og annað 1-1 jafntefli í síðari leiknum þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort Saint-Etienne eða Auxerre fengi sæti í frönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Auxerre vann vítaspyrnukeppnina 5-4 og Saint-Etienne mun því ekki leika í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í 18 ár.
Um leið og sigur Auxerre var í höfn ruddust fleiri hundruð stuðningsmanna Saint-Etienne inn á völlinn. Margir þeirra köstuðu blysum í átt að aðalstúku vallarins og aðrir tóku upp á því að kasta blysum í átt að leikmannagöngunum.
Lögrelumenn vopnaðir kylfum og skjöldum beittu táragasi til að dreifa mannfjöldanum og leikmenn flúðu inn í klefa eins fljótt og þeir gátu.
st etienne just lost on penalties to auxerre and have been relegated so the st etienne fans invaded the pitc and attacked players and the police
— Football Fights (@footbalIfights) May 29, 2022
pic.twitter.com/gaKgxwNHYI
Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem stuðningsmenn Saint-Etienne eru til vandræða. Félagið hefur fengið refsingu nokkrum sinnum á tímabilinu og einn hluti stúkunnar var lokaður í dag sökum óláta stuðningsmanna gegn Monaco í seinasta mánuði.