Hjörtur og félagar náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins áður en Hjörtur sjálfur tvöfaldaði forystu liðsins áður en tíu mínútur voru liðnar af leiknum.
Gestirnir minnkuðu þó muninn rúmum tíu mínútum síðar og staðan var 2-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Gestirnir í Monza jöfnuðu svo metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og voru því komnir með forystu í einvíginu.
Heimamenn björguðu sér þó fyrir horn og jöfnuðu metin á ný þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.
Í framlengingunni reyndust gestirnir sterkari og þeir skoruðu tvö mörk með stuttu millibili áður en fyrri hálfleikur hennar kláraðist. Niðurstaðan varð því 3-4 sigur Monza og samanlagður 6-4 sigur þeirra staðreynd.
Hjörtur og félagar misstu þar með af sæti í ítölsku úrvalsdeildinni og leika annað tímabil í B-deildinni á næsta tímabili.