Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2022 13:56 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Arndís K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Vísir/Bylgjan Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. Stjórnarandstaðan hefur sótt hart að Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra, og ríkisstjórninni vegna tæplega tvö hundruð hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi og nýs frumvarps til útlendingalaga sem hún telur þrengja rétt þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd. Arndís K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði lýjandi í umræðunni um þessi mál að þurfa að eyða púðri í að leiðrétta það sem hún kallaði rangfærslur ráðherrans. Þau Jón voru gestir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem hefur verið deilt um eru aðstæður flóttafólks í Grikklandi sem öllum heimildum ber saman um að séu bágbornar. Jón hafði þá sagt að á meðan samstarfsríki Íslands teldu í lagi að senda fólk til Grikklands ætlaði hann ekki að setja sig í dómarastöðu og ákveða annað. Líkti hann því að hann gripi inn í mál hælisleitenda við það að ráðherra gripi inn í einstök barnaverndarmál. „Ef stjórnvöld fara að grípa inn í einstök mál þá er bara komin lagaleg óvissa,“ sagði Jón. Arndís benti á að önnur Evrópuríki væru í sömu stöðu varðandi endursendingar til Grikklands. Þar séu einnig miklar efasemdir og mótmæli. Dómstólar í einstökum löndum hafi síðan skorið úr um að það sé ekki boðlegt að senda fólk til Grikklands. Hún fullyrti að það væri ekki mat á aðstæðum fólks í Grikklandi sem réði ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að senda fólk til Grikklands, heldur ótti við að hingað kæmu of margir ef því væri hætt. Reynslan sýndi þó að sá ótti væri úr lausu lofti gripinn. Fáir eða engir sem sækist eftir tímabundnu atvinnuleyfi Jón var spurður að því hvort að hann teldi núverandi lög um útlendinga og hælisleitendur góð. Hann sagði að frumvarpið sem hann hefur lagt fram bætti reglurnar mikið. Hins vegar taldi hann mikið um að epli væru borin saman við appelsínu í umræðunni þegar talað væri um atvinnumöguleika hælisleitenda á Íslandi. Þegar fólk sé í umsóknarferli geti það sótt um bráðabirgðaatvinnuleyfi. „Þeir eru mjög fáir ef þeir eru einhverjir,“ sagði Jón um þann fjölda sem sæki um slíkt leyfi en sló þann varnagla að hann ætti eftir að fá staðfestar tölur um það. Ef hælisleitendur séu á vinnumarkaði eins og talað sé um sé það væntanlega upp til hópa svört atvinnustarfsemi. Arndís kallaði þetta algeran útúrsnúning. Það eina sem fólk sem sækti um alþjóðlega vernd á íslandi sæktist eftir væri atvinnu- og dvalarleyfi. Það taki stjórnvöld þrjá mánuði að afgreiða umsóknir um tímabundin atvinnuleyfi og þau séu bundin slíkum skilyrðum að nær enginn hælisleitandi geti uppfyllt þau. „Enginn atvinnuleitandi bíður í þrjá mánuði eftir því að vita hvort þú megir vinna vinnu sem kannski tekur einn mánuð og svo veit hann ekki hvenær þú verður fluttur af landinu. Þetta er ekki raunhæfur möguleiki fyrir fólk til að sækja sér atvinnu,“ sagði hún. Tilslakanir á atvinnuleyfum hjálpi ekki flóttafólki Grundvallarmisskilningur er í gangi að mati Jóns þar sem blandað sé saman neyðarkerfi fyrir flóttafólk annars vegar og dvalar- og atvinnuleyfum hins vegar. Sjálfur telji hann lögin um það síðarnefnda alltof ströng og að hann vilji gera fólki, hvaðan sem það kemur, auðveldara að búa og starfa hér á landi. Verndarkerfið sé aftur á móti ætlað fyrir fólk í bráðri hættu sem leitar sér verndar í öðru landi. Frumvarp hans að nýjum útlendingalögum eigi að einfalda kerfið og létta á því til að hægt sé að sinna betur þeim sem raunverulega þurfi að sækja um vernd. Arndís lýsti verulegum efasemdum um að ríkisstjórnin myndi leggja fram frumvarp sem myndi gera fólki alls staðar að úr heiminum kleift að sækja um vinnu á Íslandi en fagnaði að til stæði að gera kerfið liðlegra. Það myndi þó ekki hjálpa flóttamönnum. Öll dvalar- og atvinnuleyfi geri ráð fyrir því að fólk finni vinnu áður en það kemur til landsins. „Fólk í þessari stöðu sem verður bara að gjöra svo vel að fara er ekki með neinn prentara neins staðar. Það situr bara einhvers staðar í forarsvaðinu í Grikklandi. Það þarf bara að gjöra svo vel, koma sér eitthvern veginn eitthvert og finna svo út úr því. Þetta kerfi er það sem þau eiga að sækja í. Þau eru að fara nákvæmlega rétta leið. “ Hælisleitendur Innflytjendamál Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag. 28. maí 2022 19:17 Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sótt hart að Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra, og ríkisstjórninni vegna tæplega tvö hundruð hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi og nýs frumvarps til útlendingalaga sem hún telur þrengja rétt þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd. Arndís K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði lýjandi í umræðunni um þessi mál að þurfa að eyða púðri í að leiðrétta það sem hún kallaði rangfærslur ráðherrans. Þau Jón voru gestir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem hefur verið deilt um eru aðstæður flóttafólks í Grikklandi sem öllum heimildum ber saman um að séu bágbornar. Jón hafði þá sagt að á meðan samstarfsríki Íslands teldu í lagi að senda fólk til Grikklands ætlaði hann ekki að setja sig í dómarastöðu og ákveða annað. Líkti hann því að hann gripi inn í mál hælisleitenda við það að ráðherra gripi inn í einstök barnaverndarmál. „Ef stjórnvöld fara að grípa inn í einstök mál þá er bara komin lagaleg óvissa,“ sagði Jón. Arndís benti á að önnur Evrópuríki væru í sömu stöðu varðandi endursendingar til Grikklands. Þar séu einnig miklar efasemdir og mótmæli. Dómstólar í einstökum löndum hafi síðan skorið úr um að það sé ekki boðlegt að senda fólk til Grikklands. Hún fullyrti að það væri ekki mat á aðstæðum fólks í Grikklandi sem réði ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að senda fólk til Grikklands, heldur ótti við að hingað kæmu of margir ef því væri hætt. Reynslan sýndi þó að sá ótti væri úr lausu lofti gripinn. Fáir eða engir sem sækist eftir tímabundnu atvinnuleyfi Jón var spurður að því hvort að hann teldi núverandi lög um útlendinga og hælisleitendur góð. Hann sagði að frumvarpið sem hann hefur lagt fram bætti reglurnar mikið. Hins vegar taldi hann mikið um að epli væru borin saman við appelsínu í umræðunni þegar talað væri um atvinnumöguleika hælisleitenda á Íslandi. Þegar fólk sé í umsóknarferli geti það sótt um bráðabirgðaatvinnuleyfi. „Þeir eru mjög fáir ef þeir eru einhverjir,“ sagði Jón um þann fjölda sem sæki um slíkt leyfi en sló þann varnagla að hann ætti eftir að fá staðfestar tölur um það. Ef hælisleitendur séu á vinnumarkaði eins og talað sé um sé það væntanlega upp til hópa svört atvinnustarfsemi. Arndís kallaði þetta algeran útúrsnúning. Það eina sem fólk sem sækti um alþjóðlega vernd á íslandi sæktist eftir væri atvinnu- og dvalarleyfi. Það taki stjórnvöld þrjá mánuði að afgreiða umsóknir um tímabundin atvinnuleyfi og þau séu bundin slíkum skilyrðum að nær enginn hælisleitandi geti uppfyllt þau. „Enginn atvinnuleitandi bíður í þrjá mánuði eftir því að vita hvort þú megir vinna vinnu sem kannski tekur einn mánuð og svo veit hann ekki hvenær þú verður fluttur af landinu. Þetta er ekki raunhæfur möguleiki fyrir fólk til að sækja sér atvinnu,“ sagði hún. Tilslakanir á atvinnuleyfum hjálpi ekki flóttafólki Grundvallarmisskilningur er í gangi að mati Jóns þar sem blandað sé saman neyðarkerfi fyrir flóttafólk annars vegar og dvalar- og atvinnuleyfum hins vegar. Sjálfur telji hann lögin um það síðarnefnda alltof ströng og að hann vilji gera fólki, hvaðan sem það kemur, auðveldara að búa og starfa hér á landi. Verndarkerfið sé aftur á móti ætlað fyrir fólk í bráðri hættu sem leitar sér verndar í öðru landi. Frumvarp hans að nýjum útlendingalögum eigi að einfalda kerfið og létta á því til að hægt sé að sinna betur þeim sem raunverulega þurfi að sækja um vernd. Arndís lýsti verulegum efasemdum um að ríkisstjórnin myndi leggja fram frumvarp sem myndi gera fólki alls staðar að úr heiminum kleift að sækja um vinnu á Íslandi en fagnaði að til stæði að gera kerfið liðlegra. Það myndi þó ekki hjálpa flóttamönnum. Öll dvalar- og atvinnuleyfi geri ráð fyrir því að fólk finni vinnu áður en það kemur til landsins. „Fólk í þessari stöðu sem verður bara að gjöra svo vel að fara er ekki með neinn prentara neins staðar. Það situr bara einhvers staðar í forarsvaðinu í Grikklandi. Það þarf bara að gjöra svo vel, koma sér eitthvern veginn eitthvert og finna svo út úr því. Þetta kerfi er það sem þau eiga að sækja í. Þau eru að fara nákvæmlega rétta leið. “
Hælisleitendur Innflytjendamál Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag. 28. maí 2022 19:17 Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag. 28. maí 2022 19:17
Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35