Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. maí 2022 16:30 Helgi gerir töluvert af því að taka á móti góðum gestum í Góu. Hér er hann að sína nokkrum Selfyssingum verksmiðjuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum. Það er alltaf gaman að heimsækja Helga í Góu enda hefur hann munninn fyrir neðan nefið og þorir að tjá sig um málefni líðandi stundar umbúðalaust. „Ég er nokkuð hress orðinn 80 ára gamall og það er bara mjög gaman af þessu öllu saman, það er eitt orð yfir þetta, þess vegna er þetta kannski til hjá mér. Ég hef verið mjög heppin með bæði sælgætið og kjúklinginn í þessum bransa, sem ég hef valið mér á lífsleiðinni, það er mjög gaman af þessu,“ segir Helgi léttur í bragði. En hvað er Góa að framleiða mikið af sælgæti? „Það er eitthvað hundrað tonn á mánuði, svo verður fólk bara að reikna. Þetta er allt meira og minna fyrir markaðinn hér heima, ég sendi svolítið út en það er ekkert til að tala um. Ef maður færi að framleiða eitthvað til þessara landa, sem eru milljónir manna, það yrði allt annar pakki,“ segir Helgi og bætir við. „Uppáhaldið mitt eru alltaf karamellurnar, sem ég byrjaði á, svo koma hraun og rúsínur á eftir.“ Helgi Vilhjálmsson í Góu, sem er 80 ára gamall og alltaf að í fyrirtækjum sínum, Góu og KFC kjúklingnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lagerinn hjá Góu í Garðabæ er troðfullur af fjölbreyttu hráefni í sælgætisframleiðsluna enda segist Helga vilja eiga nóg, ekki síst út af ástandinu í heimsmálunum. „Já, þegar maður býr til 100 tonn þá þarf maður að eiga 100 tonn. Þetta er helvíti mikið á hverjum degi, tvö hundruð tonn á mánuði inn og út. Ég er búmaður, maður þarf að eiga hey inn í hlöðunni fyrir veturinn,“ segir hann og hlær. Er stríðið í Úkraínu eitthvað að hafa áhrif? „Já, maður er að heyra það. Það getur vel verið að það getið farið að koma í ljós. Mér finnst það stríð vera út í mýri. Ég hélt að allt fólk væri búið að læra svo mikið í góðum háskólum að maður myndi ekki sjá þetta aftur,“ segir Helgi í Góu, aldrei brattari. Um hundrað tonn af sælgæti koma frá Góu í hverjum mánuði. Um 40 manns vinna í framleiðslunni í Garðabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Sælgæti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það er alltaf gaman að heimsækja Helga í Góu enda hefur hann munninn fyrir neðan nefið og þorir að tjá sig um málefni líðandi stundar umbúðalaust. „Ég er nokkuð hress orðinn 80 ára gamall og það er bara mjög gaman af þessu öllu saman, það er eitt orð yfir þetta, þess vegna er þetta kannski til hjá mér. Ég hef verið mjög heppin með bæði sælgætið og kjúklinginn í þessum bransa, sem ég hef valið mér á lífsleiðinni, það er mjög gaman af þessu,“ segir Helgi léttur í bragði. En hvað er Góa að framleiða mikið af sælgæti? „Það er eitthvað hundrað tonn á mánuði, svo verður fólk bara að reikna. Þetta er allt meira og minna fyrir markaðinn hér heima, ég sendi svolítið út en það er ekkert til að tala um. Ef maður færi að framleiða eitthvað til þessara landa, sem eru milljónir manna, það yrði allt annar pakki,“ segir Helgi og bætir við. „Uppáhaldið mitt eru alltaf karamellurnar, sem ég byrjaði á, svo koma hraun og rúsínur á eftir.“ Helgi Vilhjálmsson í Góu, sem er 80 ára gamall og alltaf að í fyrirtækjum sínum, Góu og KFC kjúklingnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lagerinn hjá Góu í Garðabæ er troðfullur af fjölbreyttu hráefni í sælgætisframleiðsluna enda segist Helga vilja eiga nóg, ekki síst út af ástandinu í heimsmálunum. „Já, þegar maður býr til 100 tonn þá þarf maður að eiga 100 tonn. Þetta er helvíti mikið á hverjum degi, tvö hundruð tonn á mánuði inn og út. Ég er búmaður, maður þarf að eiga hey inn í hlöðunni fyrir veturinn,“ segir hann og hlær. Er stríðið í Úkraínu eitthvað að hafa áhrif? „Já, maður er að heyra það. Það getur vel verið að það getið farið að koma í ljós. Mér finnst það stríð vera út í mýri. Ég hélt að allt fólk væri búið að læra svo mikið í góðum háskólum að maður myndi ekki sjá þetta aftur,“ segir Helgi í Góu, aldrei brattari. Um hundrað tonn af sælgæti koma frá Góu í hverjum mánuði. Um 40 manns vinna í framleiðslunni í Garðabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Sælgæti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira