Lúsmýið mætt í partýið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. maí 2022 08:36 Lúsmýið er komið og segir meindýraeyðirinn Guðmundur Óli Scheving Íslendinga þurfi einfaldlega að læra að lifa með litlu flugunni. Stöð 2 Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu! Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00
Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55