Alvöru rave fyrir fullorðna – „Við bjuggum til þessa senu“ Steinar Fjeldsted skrifar 27. maí 2022 18:00 Snemma á tíunda áratugnum var RAVE menningin að hasla sér völl í “öndergrándinu” hér á landi. Agnar Agnarsson eða Agzilla eins og hann er oft kallaður opnaði streetwear og plötubúðina Undirgöngin sem var einskonar miðpunktur senunnar á þessum tíma. Fatamerki eins og Stussy, Fresh Jive, Dosse Posse og fleiri merki voru allsráðandi á þessum tíma en einnig fór ansi mikið fyrir plötu sölunni! Þegar sendingar bárust til landsins með heitustu tónlistinni og fylltist verslunin af danstónlistar þyrstum plötusnúðum og hlustendum. Á þessum tíma var Íslenska hljómsveitin Ajax afar heit en senan átti fleiri bönd eins og t.d. Didi Seven, Mind in motion, Plan B og auðvitað hina margrómuðu T-World svo sumt sé nefnt. Klúbburinn Rosenberg var aðal pleisið en hann var staðsettur í kjallaranum á skemmtistaðnum Tunglinu, þó ekki sami inngangur. Rosenberg var mekka dans tónlistarinnar á Íslandi en plötusnúðar eins og Agzilla, Maggi Lego, Dj Grétar, Dj Frímann og margir fleiri sáu um tónlistina og má svo með sanni segja að svitinn hafi dropað úr loftunum! Ég (Steinar Fjeldsted) var að verða 16 ára þegar Rosenberg kjallarinn var allsráðandi en ég var svo heppinn að Agzilla og krú tók mig undir sinn verndarvæng og opnuðu alltaf fyrir mér bakdyra meginn svo að ég kæmist inn! Talsvert var um ólögleg RAVE í vöruskemmum víðsvegar um borgina en þar var hent upp hljóðkerfi, Technis SL 1200 komið fyrir og einu strópi hent í gang! Yndislegt í alla staði. Þessi tími var “magical” alveg eins og t.d. Hippatímabilið. Þetta var eitthvað nýtt, eitthvað spennandi og það var allt að gerast! Nú getum við glaðst að nýju því loksins er komið að RAVE-I fyrir fullorðna, RAVE fyrir fólkið sem fann upp reifið, fólkið sem reif allt í gang. Maggi Lego og Agzilla eru klárir með sturlað „old school“ sett og verður mikið lagt upp úr geðveiku sándi og góðu ljósa-sjóvi, Þetta er fullorðins. Tilefnið er mjög einfalt, það er einfaldlega kominn tími á þetta og fólkið sem skapaði þessa senu langar til að dansa við geggjaða tóna! „Við bjuggum til þessa senu og ég lofa rífandi sturlun og geggjuðum tónum“ segir Agzilla að lokum. ATH 30 ára aldurstakmark og takmarkaður miðafjöldi … Framandi kokteill innifalinn í miðaverði (með eða án áfengis). Reifið fer fram 28. maí næstkomandi í Ægisgarði, Ægir Brugghús úti á Granda í Reykjavík. Hægt er að nálgast miða á TIX.IS og er miðaverð 5.900 kr. Hér fyrir neðan má hlusta á plötuna Icerave sem inniheldur rjómann af því sem var að gerasdt á þessum tíma en platan kom út árið 1992. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið
Fatamerki eins og Stussy, Fresh Jive, Dosse Posse og fleiri merki voru allsráðandi á þessum tíma en einnig fór ansi mikið fyrir plötu sölunni! Þegar sendingar bárust til landsins með heitustu tónlistinni og fylltist verslunin af danstónlistar þyrstum plötusnúðum og hlustendum. Á þessum tíma var Íslenska hljómsveitin Ajax afar heit en senan átti fleiri bönd eins og t.d. Didi Seven, Mind in motion, Plan B og auðvitað hina margrómuðu T-World svo sumt sé nefnt. Klúbburinn Rosenberg var aðal pleisið en hann var staðsettur í kjallaranum á skemmtistaðnum Tunglinu, þó ekki sami inngangur. Rosenberg var mekka dans tónlistarinnar á Íslandi en plötusnúðar eins og Agzilla, Maggi Lego, Dj Grétar, Dj Frímann og margir fleiri sáu um tónlistina og má svo með sanni segja að svitinn hafi dropað úr loftunum! Ég (Steinar Fjeldsted) var að verða 16 ára þegar Rosenberg kjallarinn var allsráðandi en ég var svo heppinn að Agzilla og krú tók mig undir sinn verndarvæng og opnuðu alltaf fyrir mér bakdyra meginn svo að ég kæmist inn! Talsvert var um ólögleg RAVE í vöruskemmum víðsvegar um borgina en þar var hent upp hljóðkerfi, Technis SL 1200 komið fyrir og einu strópi hent í gang! Yndislegt í alla staði. Þessi tími var “magical” alveg eins og t.d. Hippatímabilið. Þetta var eitthvað nýtt, eitthvað spennandi og það var allt að gerast! Nú getum við glaðst að nýju því loksins er komið að RAVE-I fyrir fullorðna, RAVE fyrir fólkið sem fann upp reifið, fólkið sem reif allt í gang. Maggi Lego og Agzilla eru klárir með sturlað „old school“ sett og verður mikið lagt upp úr geðveiku sándi og góðu ljósa-sjóvi, Þetta er fullorðins. Tilefnið er mjög einfalt, það er einfaldlega kominn tími á þetta og fólkið sem skapaði þessa senu langar til að dansa við geggjaða tóna! „Við bjuggum til þessa senu og ég lofa rífandi sturlun og geggjuðum tónum“ segir Agzilla að lokum. ATH 30 ára aldurstakmark og takmarkaður miðafjöldi … Framandi kokteill innifalinn í miðaverði (með eða án áfengis). Reifið fer fram 28. maí næstkomandi í Ægisgarði, Ægir Brugghús úti á Granda í Reykjavík. Hægt er að nálgast miða á TIX.IS og er miðaverð 5.900 kr. Hér fyrir neðan má hlusta á plötuna Icerave sem inniheldur rjómann af því sem var að gerasdt á þessum tíma en platan kom út árið 1992. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið