Tvöföld platínuplata er viðurkenning sem Félag hljómplötuframleiðenda veitir tónlistarfólki fyrir sölu á plötum í yfir 20.000 eintökum og er því um einstakan árangur að ræða. Aðeins um tíu titlar hafa náð slíkri sölu. Írafár mun halda uppi stuðinu í Eldborgarsal á laugardaginn þar sem öll bestu lögin verða spiluð.
Steinar Fjeldsted og Sverrir Örn Pálsson frá Öldu Music afhentu meðlimum hljómsveitarinnar tvöföldu platínuplöturnar samhliða því að Birgitta Haukdal var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar en hún hlaut heiðurinn við hátíðlega athöfn á Garðatorgi í vikunni. Írafár tók einnig lagið á hátíðinni.
