Ferdinand og Terry rífa upp gömul sár í rifrildi á Twitter Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 11:31 Tveir með „viðkvæm egó“? Ross Kinnaird/Getty Images Fyrrum ensku miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry hafa átt í opinberum deilum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar metast þeir um hvort þeirra hafi verið betri leikmaður og segja báðir hinn vera viðkvæma sál. Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys. Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys.
Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira