Ferdinand og Terry rífa upp gömul sár í rifrildi á Twitter Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 11:31 Tveir með „viðkvæm egó“? Ross Kinnaird/Getty Images Fyrrum ensku miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry hafa átt í opinberum deilum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar metast þeir um hvort þeirra hafi verið betri leikmaður og segja báðir hinn vera viðkvæma sál. Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira