Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 23:31 Hér sést svokallað HIMARS-eldflaugakerfi, eitt af þeim eldflaugakerfum sem ríkisstjórn Bandaríkjanan íhugar sterklega að senda til Úkraínu. Þessi mynd er tekin á Filipps-eyjum. Dondi Tawatao/Getty Images) Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði. CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki. Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki.
Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira