„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. maí 2022 07:01 Fabinho er einn af mikilvægustu leikmönnum Liverpool. vísir/Getty Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti