Um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í ítölsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Hjörtur lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Pisa í kvöld en heimamenn í Monza náðu 2-0 forystu með mörkum frá Dany Mota og Christian Gytkjær.
Filippo Berra lagaði stöðuna fyrir Pisa þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og gæti það mark reynst ansi dýrmætt.
Liðin mætast að nýju á heimavelli Pisa næstkomandi sunnudag þar sem kemur í ljós hvort liðið mun fylgja Lecce og Cremonese upp í deild þeirra bestu.