Sjáðu umdeilda dóminn sem réði úrslitum: „Dómararnir í ruðningsham“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:01 Augnablikið sem réði úrslitum, þegar ruðningur var dæmdur á Eyjamenn undir lok leiks. Vísir/Stöð 2 Sport Umdeildur ruðningsdómur undir lok 31-30 sigurs Vals á ÍBV hafði mikið að segja í úrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla að Hlíðarenda í gærkvöld. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru sammála um að dómurinn hafi verið rangur og gagnrýna misræmi í dómgæslu í einvígi liðanna. Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30
„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30