Sjáðu umdeilda dóminn sem réði úrslitum: „Dómararnir í ruðningsham“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:01 Augnablikið sem réði úrslitum, þegar ruðningur var dæmdur á Eyjamenn undir lok leiks. Vísir/Stöð 2 Sport Umdeildur ruðningsdómur undir lok 31-30 sigurs Vals á ÍBV hafði mikið að segja í úrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla að Hlíðarenda í gærkvöld. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru sammála um að dómurinn hafi verið rangur og gagnrýna misræmi í dómgæslu í einvígi liðanna. Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30
„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30