Mbappé útskýrir af hverju hann valdi PSG | Átti samtal við Macron Atli Arason skrifar 25. maí 2022 23:30 Kylian Mbappé eftir undirskrift á samningi sínum sem gildir til ársins 2025. Getty Images Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG um síðustu helgi. Mbappé ráðfærði sig við forseta Frakklands áður en hann skrifaði undir. Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira