Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 22:00 Deilt var um greiðslur vegna notkunar á bílastæðum í bílastæðahúsi Hafnartorgs. Vísir/Vilhelm Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það. Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Rekstrarfélagið vildi meina að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða leigugjald þessara einstaklinga fyrir notkun á bílastæðum í húsinu, auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir noktun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Þurfa að greiða fjórtánfalda upphæð kröfunnar í málskostnað Brimborg hafnaði greiðslunni á þeim grundvelli að félagið hefði ekkert um það að segja hvað leigutakarnir gerðu á bílunum á leigutímanum. Ekki væri hægt að rukka bílaleiguna heldur þyrfti að rukka hvern ökumann fyrir sig. Frá HafnartorgiVísi/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var vísað í skilmála Brimborgar sem leigutakar þurfa að gangast undir vilji þeir leigja bíl af félaginu. Þar er tekið fram að leigutakinn sé ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Með vísan til þess taldi héraðsdómur það ómögulegt að líta svo á að Brimborg væri ábyrgt fyrir því að greiða sektir leigutaka félagsins. Var Brimborg því sýknað af kröfu Rekstrarfélagsins. Alls þarf félagið að greiða Brimborg 750 þúsund krónur í málkostnað vegna málsins. Bílastæði Dómsmál Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Deila Brimborgar og Rekstrarfélagsins Hafnartorgs snerist um þá leigutaka bílaleigu Brimborgar sem höfðu lagt í stæði í bílastæðahúsi við Hafnartorg í Reykjavík en ekki greitt fyrir afnotin. Rekstrarfélagið rekur bílastæðahúsið. Rekstrarfélagið vildi meina að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða leigugjald þessara einstaklinga fyrir notkun á bílastæðum í húsinu, auk greiðslu á 1.800 króna innheimtukostnaðar. Alls vildi rekstrarfélagið fá greitt fyrir 23 skipti þar sem leigutakar á bílum frá bílaleigu Brimborgar höfðu lagt í bílastæðahúsinu en ekki greitt fyrir noktun þess. Krafðist rekstrarfélagið þess að fá greiddar 52.499 krónur vegna þess. Þurfa að greiða fjórtánfalda upphæð kröfunnar í málskostnað Brimborg hafnaði greiðslunni á þeim grundvelli að félagið hefði ekkert um það að segja hvað leigutakarnir gerðu á bílunum á leigutímanum. Ekki væri hægt að rukka bílaleiguna heldur þyrfti að rukka hvern ökumann fyrir sig. Frá HafnartorgiVísi/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var vísað í skilmála Brimborgar sem leigutakar þurfa að gangast undir vilji þeir leigja bíl af félaginu. Þar er tekið fram að leigutakinn sé ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarbrot, veggjöldum eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Með vísan til þess taldi héraðsdómur það ómögulegt að líta svo á að Brimborg væri ábyrgt fyrir því að greiða sektir leigutaka félagsins. Var Brimborg því sýknað af kröfu Rekstrarfélagsins. Alls þarf félagið að greiða Brimborg 750 þúsund krónur í málkostnað vegna málsins.
Bílastæði Dómsmál Bílaleigur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira