Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2022 11:52 Björn Ingimarsson hefur gegnt embætti sveitarstjóra Múlaþings og mun væntanlega gera það áfram. Vísir/Einar Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa. Samkvæmt samkomulaginu verður Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknar, forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, formaður byggðarráðs. Þá verði gengið til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram. Í frétt á vef Múlaþings segir að í samkomulaginu sé kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.Múlaþing „Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun. Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagsins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og voru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu. Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa. Samkvæmt samkomulaginu verður Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknar, forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, formaður byggðarráðs. Þá verði gengið til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram. Í frétt á vef Múlaþings segir að í samkomulaginu sé kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.Múlaþing „Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun. Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagsins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og voru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu.
Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39
Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13