Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2022 11:52 Björn Ingimarsson hefur gegnt embætti sveitarstjóra Múlaþings og mun væntanlega gera það áfram. Vísir/Einar Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa. Samkvæmt samkomulaginu verður Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknar, forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, formaður byggðarráðs. Þá verði gengið til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram. Í frétt á vef Múlaþings segir að í samkomulaginu sé kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.Múlaþing „Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun. Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagsins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og voru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu. Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum eða 28 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fékk 24,1 prósent, bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa. Samkvæmt samkomulaginu verður Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknar, forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, formaður byggðarráðs. Þá verði gengið til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram. Í frétt á vef Múlaþings segir að í samkomulaginu sé kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.Múlaþing „Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun. Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagsins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Múlaþing varð til árið 2020 við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps og voru þetta því fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í sveitarfélaginu.
Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili. 23. maí 2022 20:39
Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13