Sagður áreita fótboltakonur kynferðislega en ekki refsað af FIFA Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 17:01 Siðanefnd FIFA rannsakaði mál Diego Guacci en mun ekki refsa honum. Getty/David Ramos Fifpro, alþjóða leikmannasamtökin, hafa gagnrýnt þá niðurstöðu siðanefndar FIFA að sleppa þjálfaranum Diego Guacci við refsingu. Guacci, sem starfað hefur með unglingsstelpum, var meðal annars sakaður um að senda leikmanni óumbeðið klámefni og biðja um myndir í staðinn. Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“ Fótbolti FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“
Fótbolti FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira