„Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 11:50 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. Yfirlýsing séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands gagnrýndi sjálf stjórnvöld fyrir fyrirhugaðar brottvísanir í gær. Hún veitti hins vegar Davíð Þór formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. „Mér finnst nú gagnrýni biskups Íslands og sóknarprests Þjóðkirkjunnar eðlisólík,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. „Og ég verð að segja það að mér finnst ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf.“ Á meðal þeirra sem gagnrýndu Davíð Þór fyrir ummælin var Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“ Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Yfirlýsing séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands gagnrýndi sjálf stjórnvöld fyrir fyrirhugaðar brottvísanir í gær. Hún veitti hins vegar Davíð Þór formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. „Mér finnst nú gagnrýni biskups Íslands og sóknarprests Þjóðkirkjunnar eðlisólík,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. „Og ég verð að segja það að mér finnst ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf.“ Á meðal þeirra sem gagnrýndu Davíð Þór fyrir ummælin var Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26
Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17