Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. maí 2022 06:39 Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Getty Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi. Rússar gerðu upprunalega innrás í Úkraínu úr öllum áttum en sókn þeirra að Kænugarði var stöðvuð. Nú leggja þeir mesta áherslu á að ná tökum á Donbas-hérað og suðurhluta Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bardagar í austurhluta Úkraínu gætu ráðið örlögum Úkraínu, samkvæmt Oleksandr Motuzyanyk, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Úkraínu. Hann sagði í dag að þrýstingurinn á úkraínska hermenn hefði aldrei verið meiri en nú og ástandið í austri væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn skutu niður rússneska orrustuþotu á dögunum en henni var flogið af fyrrverandi herforingja í rússneska flughernum. Sá hét Kanamat Botashev og dó þegar Su-25 þota hans var skotin niður yfir Luhansk á sunnudaginn. Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur gagnrýnt þann síðarnefnda harðlega í morgun. Hann segir Pútín vera galinn og segir hann hafa vaðið út í heimskulegt stríð þar sem saklausu fólki, bæði frá Úkraínu og Rússlandi, sé slátrað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa hyggjast styrkja tengslin við Kína enn frekar, þó hann sé enn opinn fyrir því að endurnýja samskiptin við Vesturlönd, sem hann sakar um að stunda áróður gegn Rússum. Lavrov segir stjórnvöld í Rússlandi nú vinna að því að finna áreiðanlega birgja til að versla við og að í framtíðinni muni þau aðeins reiða sig á „áreiðanleg“ ríki til að vera ekki háð Vesturlöndum. Hinn afar umdeildi forseti Fillippseyja, Rodrigo Duterte, hefur gagnrýnt Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir að myrða almenna borgara í Úkraínu. „Ég drep glæpamenn, ég drep ekki börn og eldra fólk,“ sagði Duterte eftir að hafa viðurkennt að báðir hefðu leiðtogarnir verið kallaðir morðingjar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna stríðsins í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Rússar gerðu upprunalega innrás í Úkraínu úr öllum áttum en sókn þeirra að Kænugarði var stöðvuð. Nú leggja þeir mesta áherslu á að ná tökum á Donbas-hérað og suðurhluta Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bardagar í austurhluta Úkraínu gætu ráðið örlögum Úkraínu, samkvæmt Oleksandr Motuzyanyk, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Úkraínu. Hann sagði í dag að þrýstingurinn á úkraínska hermenn hefði aldrei verið meiri en nú og ástandið í austri væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn skutu niður rússneska orrustuþotu á dögunum en henni var flogið af fyrrverandi herforingja í rússneska flughernum. Sá hét Kanamat Botashev og dó þegar Su-25 þota hans var skotin niður yfir Luhansk á sunnudaginn. Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur gagnrýnt þann síðarnefnda harðlega í morgun. Hann segir Pútín vera galinn og segir hann hafa vaðið út í heimskulegt stríð þar sem saklausu fólki, bæði frá Úkraínu og Rússlandi, sé slátrað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa hyggjast styrkja tengslin við Kína enn frekar, þó hann sé enn opinn fyrir því að endurnýja samskiptin við Vesturlönd, sem hann sakar um að stunda áróður gegn Rússum. Lavrov segir stjórnvöld í Rússlandi nú vinna að því að finna áreiðanlega birgja til að versla við og að í framtíðinni muni þau aðeins reiða sig á „áreiðanleg“ ríki til að vera ekki háð Vesturlöndum. Hinn afar umdeildi forseti Fillippseyja, Rodrigo Duterte, hefur gagnrýnt Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir að myrða almenna borgara í Úkraínu. „Ég drep glæpamenn, ég drep ekki börn og eldra fólk,“ sagði Duterte eftir að hafa viðurkennt að báðir hefðu leiðtogarnir verið kallaðir morðingjar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna stríðsins í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira