50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2022 21:03 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, sem mun hafa meira en nóg að gera með sínu fólki að taka á móti ferðamönnum í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu. Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Umsvif hafnarinnar í Grundarfirði er alltaf að aukast en í sumar verða það ferðamennirnir, sem munu mæta á staðinn í tugþúsunda tali. „Já, við eigum von á um fimmtíu þúsund gestum í sumar. Við vorum með tuttugu og þrjú þúsund gesti síðasta heila sumarið fyrir covid, sem var 2019 og við erum að reikna með 54 skipum næsta sumar með 65 þúsund gesti, þannig að það verður nóg að gera,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. En hvað ætlar Björg og hennar fólk í Grundarfirði að gera fyrir alla þessa ferðamenn? „Já, það vill svo til að Snæfellsnes er allt undir og það er nóg að skoða. Það er náttúrulega fyrst og fremst náttúran og góður matur, þannig að við finnum fullt að gera fyrir þetta fólk.“ Björg segir að Grundarfjörður sé að færast upp um deild hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa og gesta þeirra í höfninni, ásamt fiskiskipum vegna mikilla framkvæmda við höfnina á síðustu árum. Það verður meira en nóg að gera í Grundarfirði í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma með skemmtiferðaskipum á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við tökum því dálítið alvarlega hvernig að við ætlum að þjónusta ferðamennina, því við ætlum ekki að missa frá okkur gesti út af því að þjónustan sé ekki nógu góð, þetta er alveg áskorun,“ segir Björg. Það er þó eitt vandamál í Grundarfirði talandi um alla ferðamennina, sem eru á leiðinni þangað. „Já, mig vantar fólk í störf, fléttið endilega upp á heimasíðunni okkar og komið til okkar,“ segir Björg.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira