Athugasemd SÍ við starfshætti SÁÁ Olga Ingólfsdóttir skrifar 23. maí 2022 11:00 Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun