Með þreföld skæri og magnað mark fyrir ömmu Siggu Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 10:00 Þorleifur Úlfarsson fagnaði marki sínu með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem á stóð: Fyrir ömmu Siggu. AP/Ashley Landis Þorleifur Úlfarsson gæti mögulega hafa skotið sér inn í næsta íslenska landsliðshóp með mögnuðum tilþrifum sínum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní. MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní.
MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira