Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2022 06:53 Selenskí segir Rússa vilja svipta Úkraínumenn öllu, þar á meðal réttinum til lífs. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira