Þetta kemur fram í tilkynningu KR-inga í dag en þar segir jafnframt að Jóhannes Karl hafi sagt starfi sínu lausu í byrjun maí.
Arnar Páll Garðarsson, sem hefur verið aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR munu stýra liðinu fram að mánaðarmótum að því er segir á vef félagsins.
KR er á botni Bestu deildarinnar án stiga og með markatöluna 2-24 eftir fyrstu fimm leikina.
KR er nýliði í deild þeirra bestu en Jóhannes Karl tók við þjálfun liðsins sumarið 2019.