Ekkert nema hryllingur bíði hennar í Grikklandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 19:00 Sómölsk kona, sem vísa á úr landi á næstu dögum, segir brottvísun ógna lífi sínu. Lögmaður hennar gagnrýnir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl, sem hann telur að gætu verið ólögmætar. Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31