Ekkert nema hryllingur bíði hennar í Grikklandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 19:00 Sómölsk kona, sem vísa á úr landi á næstu dögum, segir brottvísun ógna lífi sínu. Lögmaður hennar gagnrýnir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl, sem hann telur að gætu verið ólögmætar. Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31