„Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri.
Fulltrúar B-,D-,S- og M-lista hófu formlegar viðræður um myndun meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri í fyrradag eftir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans sigldu í strand.
Sunna Hlín segir að þó viðræður gangi vel sé töluvert í land. „Við ætlum bara að gefa okkur góðan tíma í þetta, setja fram vandaða málefnaskrá, kostnaðargreina hluti og svona,“ segir hún.
Ný bæjarstjórn tekur við völdum annan júní næstkomandi og segir Sunna Hlín ekki ólíklegt að unnið verði að málefnasamningi allt fram að því.
Að lokum segir Sunna Hlín að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins. „Það er bara góð stemning í hópnum og fólk hlakkar til að starfa fyrir bæinn í samheldni.