Boston fyrsta liðið til að vinna í Miami í úrslitakeppninni og allt jafnt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 07:31 Marcus Smart missti af leik eitt en sýndi mikilvægi sitt í öðrum leiknum í nótt þar sem Boston Celtics vann stórsigur á Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar. AP/Lynne Sladky Boston Celtics jafnaði úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í 1-1 eftir sannfærandi 25 stiga útisigur á Miami Heat í úrslitakeppni NBA í nótt. Jayson Tatum skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 127-102 sigur en þeir Marcus Smart og Jaylen Brown voru báðir með 24 stig. „Strákarnir eru stoltir, horfðu á gullna tækifærið sem við misstum af í leik eitt og vissu að þeir gætu gert betur. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics. 24 PTS 8 REB 4 3PMJaylen Brown dropped buckets for the @celtics in their Game 2 victory! #BleedGreen pic.twitter.com/cC3yQNH2TY— NBA (@NBA) May 20, 2022 Jimmy Butler skoraði 29 stig á 32 mínútum fyrir Miami Heat sem tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið alla hina sjö leikina sína. Gabe Vincent og Victor Oladipo skoruðu báðir 14 stig. Annan leikinn í röð voru Boston menn yfir í hálfleik en nú með 25 stigum eftir frábæran fyrri hálfleik. Miami sneri við fyrsta leiknum í leik eitt með frábærum þriðja leikhluta en það var ekkert slíkt í boði hjá Boston mönnum í nótt. Marcus Smart was seeing green in Game 2, dropping 24 points and setting a Playoff career-high with 12 dimes to lead the @celtics to the win! #BleedGreen@smart_MS3: 24 PTS, 9 REB, 12 AST, 3 STL, 5 3PM Game 3: Saturday, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/MFzLO7ROSp— NBA (@NBA) May 20, 2022 Marcus Smart missti af fyrsta leiknum og munaði vissulega mikið um það. Hann sýndi mikilvægi sitt með því að vera aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni því auk 24 stiga var hann með 12 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Al Horford missti líka af leik eitt vegna kórónuveirusmits en fékk leyfi til að spila í nótt og skilaði 10 stigum. Það merkilega við góðan fyrri hálfleik Boston liðsins að liðið var komið tíu stigum undir í upphafi leiks en vann síðan átján mínútna kafla 60-21 sem skilaði liðinu 70-45 hálfleiksforystu. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 Brown gat tóninn í upphafi leiks með því að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum en Boston liðið hitti þá úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta er bara einn sigur og það er það sem reyndir leikmenn átta sig á inn í klefa. Við erum ekki hrifnir af þessu. Þeir spiluðu rosalega vel. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum bara að finna einhverjar lausnir,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Boston er nú búið að stela heimavallarréttinum en næstu tveir leikir eru í Boston og sá fyrri af þeim fer fram á sunnudaginn. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Jayson Tatum skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 127-102 sigur en þeir Marcus Smart og Jaylen Brown voru báðir með 24 stig. „Strákarnir eru stoltir, horfðu á gullna tækifærið sem við misstum af í leik eitt og vissu að þeir gætu gert betur. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics. 24 PTS 8 REB 4 3PMJaylen Brown dropped buckets for the @celtics in their Game 2 victory! #BleedGreen pic.twitter.com/cC3yQNH2TY— NBA (@NBA) May 20, 2022 Jimmy Butler skoraði 29 stig á 32 mínútum fyrir Miami Heat sem tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið alla hina sjö leikina sína. Gabe Vincent og Victor Oladipo skoruðu báðir 14 stig. Annan leikinn í röð voru Boston menn yfir í hálfleik en nú með 25 stigum eftir frábæran fyrri hálfleik. Miami sneri við fyrsta leiknum í leik eitt með frábærum þriðja leikhluta en það var ekkert slíkt í boði hjá Boston mönnum í nótt. Marcus Smart was seeing green in Game 2, dropping 24 points and setting a Playoff career-high with 12 dimes to lead the @celtics to the win! #BleedGreen@smart_MS3: 24 PTS, 9 REB, 12 AST, 3 STL, 5 3PM Game 3: Saturday, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/MFzLO7ROSp— NBA (@NBA) May 20, 2022 Marcus Smart missti af fyrsta leiknum og munaði vissulega mikið um það. Hann sýndi mikilvægi sitt með því að vera aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni því auk 24 stiga var hann með 12 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Al Horford missti líka af leik eitt vegna kórónuveirusmits en fékk leyfi til að spila í nótt og skilaði 10 stigum. Það merkilega við góðan fyrri hálfleik Boston liðsins að liðið var komið tíu stigum undir í upphafi leiks en vann síðan átján mínútna kafla 60-21 sem skilaði liðinu 70-45 hálfleiksforystu. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 Brown gat tóninn í upphafi leiks með því að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum en Boston liðið hitti þá úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta er bara einn sigur og það er það sem reyndir leikmenn átta sig á inn í klefa. Við erum ekki hrifnir af þessu. Þeir spiluðu rosalega vel. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum bara að finna einhverjar lausnir,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Boston er nú búið að stela heimavallarréttinum en næstu tveir leikir eru í Boston og sá fyrri af þeim fer fram á sunnudaginn. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira