Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum missti Framsóknarflokkurinn hreinan meirihluta sinn í sveitarstjórn í sveitarfélaginu Hornafirði. Flokurinn hafði hafði haft fjóra fulltrúa en hlaut tvö í kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig einum fulltrúa og verður stærsti flokkurinn í sveitarfélaginu með þrjá fulltrúa. Kex-framboðið, nýtt framboð, náði einnig góðri kosningu og hlaut tvo fulltrúa. Þessi tvo framboð ákváðu í vikunni að hefja viðræður um myndun meirihluta.

Í samtali við Vísi segir Eyrún Fríða Árnadóttir, oddviti Kex-framboðs, að fyrsti fundur flokkanna tveggja hafi verið haldinn í gær og gengið ágætlega.
Stefnt er að því að halda viðræðum áfram í dag. Raun segir Eyrún Fríða að ágætur samhljómur sé á millri allra flokkanna þriggja sem munu eiga sæti í sveitarstjórn sveitarfélagsins. Segist hún vera bjartsýn á að meirihlutaviðræðurnar við Sjálfstæðisflokk skili árangri.
Nafn framboðsins hefur vakið nokkra athygli en það er nefnt eftir skarðinu Kexi sem er hluti af þekktri gönguleið í sveitarfélaginu.