Heimsþekktur og ögrandi einleikur frumfluttur á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. maí 2022 16:31 Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumflytur leikverkið Stelpur og strákar miðvikudaginn 25. maí í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis á íslensku en höfundur verksins er leikskáldið Dennis Kelly sem margir þekkja fyrir verk sín DNA og Mathilda. „Stelpur og strákar var fyrst sett upp í Royal Court Theatre árið 2018 við einróma lof gagnrýnenda, en var þá aðalhlutverkið í höndum leikkonunnar Carey Mulligan. Í verkinu er skyggnst inn í líf, sorgir og sigra aðalpersónunnar, en óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt og sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við; kaupa hús, eignast börn, jöggla ferlunum - fjölskyldan þeirra er venjuleg fjölskylda. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnanlega stefnu.“ Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly Verkið er í senn kómískt og tragískt. „Ég hitti manninn minn í boarding-röðinni á leiðinni í EasyJet flug og ég verð að segja að mér líkaði strax illa við hann.“ Það er Björk Guðmundsdóttir sem fer með einleik í verkinu og er leikstjórn í höndum Önnulísu Hermannsdóttir. Björk útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 2021. Björk situr sem formaður í stjórn Improv Ísland og hefur tekið þátt í ýmsum sviðslista tengdum verkefnum. „Verkið tekur fyrir stór þemu og varpar fram spurningum um samfélagið, hlutverk kynjanna og ofbeldi,“ sagði Annalísa um verkefnið í samtali við Vísi. Björk - Stelpur og strákar Annalísa Hermannsdóttir er sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona sem útskrifaðist með BA gráðu í sviðslistum af sviðshöfundabraut LHÍ vorið 2021. Annalísa hefur mikla reynslu af kvikmyndagerð, en nýjasta myndbandsverkið hennar „Ég er bara að ljúga er það ekki?“” vann Tónlistarmyndband ársins 2022 á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlaut einnig leikstjórnar verðlaun Sólveigar Anspach. Verkefnið er styrkt af Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar og Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Miðasala er hafin en leikhópurinn fer með sýninguna á ferðalag um landið. Væntanlegir sýningarstaðir eru Selfoss, Þingeyri, Seyðisfjörður og Borgarnes. Leikhús Hafnarfjörður Menning Tengdar fréttir „Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis á íslensku en höfundur verksins er leikskáldið Dennis Kelly sem margir þekkja fyrir verk sín DNA og Mathilda. „Stelpur og strákar var fyrst sett upp í Royal Court Theatre árið 2018 við einróma lof gagnrýnenda, en var þá aðalhlutverkið í höndum leikkonunnar Carey Mulligan. Í verkinu er skyggnst inn í líf, sorgir og sigra aðalpersónunnar, en óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt og sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við; kaupa hús, eignast börn, jöggla ferlunum - fjölskyldan þeirra er venjuleg fjölskylda. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnanlega stefnu.“ Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly Verkið er í senn kómískt og tragískt. „Ég hitti manninn minn í boarding-röðinni á leiðinni í EasyJet flug og ég verð að segja að mér líkaði strax illa við hann.“ Það er Björk Guðmundsdóttir sem fer með einleik í verkinu og er leikstjórn í höndum Önnulísu Hermannsdóttir. Björk útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 2021. Björk situr sem formaður í stjórn Improv Ísland og hefur tekið þátt í ýmsum sviðslista tengdum verkefnum. „Verkið tekur fyrir stór þemu og varpar fram spurningum um samfélagið, hlutverk kynjanna og ofbeldi,“ sagði Annalísa um verkefnið í samtali við Vísi. Björk - Stelpur og strákar Annalísa Hermannsdóttir er sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona sem útskrifaðist með BA gráðu í sviðslistum af sviðshöfundabraut LHÍ vorið 2021. Annalísa hefur mikla reynslu af kvikmyndagerð, en nýjasta myndbandsverkið hennar „Ég er bara að ljúga er það ekki?“” vann Tónlistarmyndband ársins 2022 á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlaut einnig leikstjórnar verðlaun Sólveigar Anspach. Verkefnið er styrkt af Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar og Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Miðasala er hafin en leikhópurinn fer með sýninguna á ferðalag um landið. Væntanlegir sýningarstaðir eru Selfoss, Þingeyri, Seyðisfjörður og Borgarnes.
Leikhús Hafnarfjörður Menning Tengdar fréttir „Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01