Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 12:42 Finnur Ricart segir markmið stjórnvalda í loftslagsmálum stórlega ýkt af þeim sjálfum. aðsend Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að. Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Fá stjórnvöld falleinkunn í loftslagsmálum? Þessi spurning var titill ráðstefnu á vegum Landverndar og Ungra umhverfissinna og svarið við henni er einfalt að mati samtakanna: Já, stjórnvöld fá algjöra falleinkunn. Og ekki nóg með það heldur setja þau fram útreikninga um samdrátt gróðurhúsalofttegunda á afar villandi hátt að mati Finns Ricart Andrasonar, loftslagsfulltrúa Ungra umhverfissinna. „Já, stjórnvöld eru heldur betur að blekkja almenning. Þau básúna í fjölmiðlum og á alþjóðlegum ráðstefnum að þau séu með metnaðarfull markmið og að þau vilji setja loftslagsmálin í forgang og hlusti á vísindin,“ segir Finnur. En eftir að hafa kafað í tölur um losun sem Umhverfisstofnun heldur utan um segir Finnur að markmið stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt í losuninni milli áranna 2005 til 2030 taki ekki til allrar losunar á landinu. Það markmið miði við úrelta staðla og inni í þeim vanti losun frá landnotkun og stóriðju sem eru auðvitað einhverjir stærstu þættir losunar landsins. „Þannig að raunverulegur samdráttur sem stjórnvöld stefna að í heildarlosun er einungis 13 prósent,“ segir Finnur. Stefnt að 13 prósenta samdrætti ef stóriðjan og fleira er tekið inn í myndina, mun minna en helmingssamdrætti eins og alþjóðavísindasamfélagið kallar eftir á heimsvísu. Og Finnur segir að allt líti út fyrir að stjórnvöld nái ekki einu sinni þessu markmiði um 13 prósenta samdrátt. „Ef við förum lengra og horfum á þá losun sem við hofum fram á sem Umhverfisstofnun er nýbúin að framreikna þá sjáum við fram á að raunverulegur samdráttur í heildarlosun verður einungis um 4,3 prósent en ekki 50 prósent eins og við þurfum virkilega á að halda til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga,“ segir Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira