Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:50 Dómari taldi ekki að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti. Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Dómur féll í málinu fyrr í mánuðinum en var hann birtur í gær. Fullnustu fimmtán mánaða af refsingunni er frestað og mun hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða þeim sem fyrir líkamsárásinni varð 600 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að maðurinn hafi ráðist á annan mann á heimili í október 2020 og stungið hann með borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að sá hlaut fimm sentimetra djúpan skurð. Sagði ákærði að um neyðarvörn hafi verið að ræða þar sem hann hafi verið hræddur við þann sem fyrir árásinni varð. Dómari taldi hins vegar að ákærði hafi átt aðra kosti en að grípa til hnífsins í umrætt sinn, meðal þar sem á staðnum hafi verið þriðji maður til hefði getað komið honum til aðstoðar ef þörf var á. Einnig segir að framburður allra beri þess merki að þeir muni ekki atvik skýrt vegna neyslu áfengis og fíkniefna. „Ég brýt á þér puttann“ Annar ákæruliður sneri að því að maðurinn hafi í júlí 2021 bitið lögreglumann í sköflunginn þegar verið var að færa hann í lögreglubíl. Í október sama ár hafi ákærði svo, þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hótað lögreglumanni lífláti með orðunum: „ég brýt á þér puttann, ég brýt á þér puttann“ og svo tekið um fingur lögreglumannsins og snúið upp á hann. Skömmu síðar hótaði hann svo lögreglumanni því að hann myndi hrækja í andlit hennar og sagt við hana „haltu fokking kjafti pussan þín, ég fokking drep þig, ég finn hvar þú átt heima og ég fokking drep þig og ég er ekki að djóka.“ Réðst á menn í söluturni Enn einn ákæruliðurinn sneri svo að líkamsárás sem maðurinn framkvæmdi í júlí 2020 þar sem hann veittist að tveimur mönnum þar sem þeir sátu við borð í söluturni í Reykjavík, tók annan þeirra kverkataki með annari hendinni og sló hinn í andlitið. Sömuleiðis var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot sem sneri að vörslu á fíkniefnum. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum rúmlega 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá voru fíkniefni gerð upptæk, sem og borðhnífurinn sem maðurinn notaðist við í árásinni í október 2020.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira