Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 17. maí 2022 19:20 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hverjum þeir vilji vinna og hvaða kröfur þeir geri til embætta eins og embættis borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17