Stúdentaráð Háskóla Íslands, HÍ og FS undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær en stúdentaráð hefur lengi haft það á stefnu sinni að Stapi verði nýttur undir stúdentahúsnæði.
Fram kemur í tilkynningu frá stúdentaráði, HÍ, og FS að Stapi, sem upphaflega bar nafnið Stúdentaheimilið, hafi verið byggður af FS árið 1971 og seldur HÍ við byggingu Háskólatorgs árið 2007.

Stapi hýsti áður Ferðaskrifstofu stúdenta, Bóksölu stúdenta og síðar Stúdentakjallarann. Undanfarinn rúman áratug hefur námsbraut í sjúkraþjálfun haft aðstöðu í Stapa.
„Stúdentaráð telur þetta vera heillaskref fyrir háskólasamfélagið og mikilvægan áfanga í fjölgun stúdentaíbúða nærri og á svæði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu.