Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að eitt það merkilegasta við nýyfirstaðnar sveitarstjórnarkosningar sé áframhaldandi framganga Framsóknarflokksins.
„Það hefur orðið ákveðið óþol í garð átakastjórnmála. Stjórnmál á Íslandi urðu eftir hrun og þar til bara fyrir nokkrum árum harðneskjuleg, og hreinlega rætin. Framsóknarflokkurinn hefur stillt sér upp í ákveðinni andstöðu við þetta, talað fyrir hófsemd og virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og svo framvegis,“ segir hann en bendir þó á að þetta hafi verið reynt áður en að Bjartri framtíð hafi ekki orðið úr því kápan úr klæðinu.
Þá segir Eiríkur að áhugavert sé hversu vel Framsókn gekk vel á höfuðborgarsvæðinu sem hafi ávallt reynst flokknum erfitt.
Eiríkur bergmann ræddi niðurstöður kosninganna og mögulega meirihlutamyndun í Reykjavík í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: