Svínað á neytendum Ólafur Stephensen skrifar 16. maí 2022 11:31 Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Ávinningur neytenda af þessum samningi hefur verið umtalsverður, en gæti verið enn meiri. Borga skatt fyrir að fá niðurfelldan skatt Íslenzk stjórnvöld úthluta hinum tollfrjálsu innflutningsheimildum með aðferð, sem gengur gegn bæði bókstaf og tilgangi samningsins. Tollkvótarnir eru boðnir upp og innflutningsfyrirtæki verða þannig að greiða skatt – svokallað útboðsgjald – fyrir að fá annan skatt, innflutningstollinn, felldan niður! Það þýðir að íslenzkir neytendur fá ekki að njóta ávinnings tollfrelsisins til fulls og innflutta varan hækkar í verði sem nemur útboðsgjaldinu. Stækkun tollkvótanna samkvæmt samningnum við ESB var að mestu leyti komin til framkvæmda árið 2019. Félag atvinnurekenda hefur síðan fylgzt með framkvæmd samningsins, meðal annars niðurstöðum útboða á tollkvóta. Reynslan frá 2019 sýnir að hvað sumar búvörur varðar nýta innlendir bændur og framleiðendur kerfið, sem stjórnvöld hafa sett upp í kringum útboð á tollkvótunum, til að hindra að þeir þurfi að takast á við samkeppni frá innflutningi. Innlendir framleiðendur með 74-91% innflutningskvótans Á myndinni hér fyrir neðan sést hversu hátt hlutfall tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið í sinn hlut undanfarin þrjú ár og það sem af er þessu ári. Hlutfallið er allt frá rúmlega 74% árið 2021 og upp í tæplega 91% í þeim útboðum sem fram hafa farið það sem af er árinu 2022. Ástæðan fyrir því að innlendir svínabændur og kjötframleiðendur fá svona hátt hlutfall tollkvótans er að þeir bjóða hátt verð í hann, hærra en flestir aðrir. Á næstu mynd sjáum við þróun útboðsgjaldsins, sem innflytjendur svínakjöts hafa að meðaltali greitt fyrir að fá að flytja inn hvert kíló án tolla frá því í árslok 2018. Þessi mynd segir sína sögu; gjaldið fer hækkandi. Þegar hún er skoðuð í samhengi við fyrri myndina fer ekkert á milli mála að það eru innlendir framleiðendur sem leiða hækkanirnar. Hér eru stjórnmálamenn búnir að búa til kerfi sem gerir innlendum framleiðendum búvöru kleift að bjóða hátt í tollfrjálsan innflutningskvóta á sömu vöru, ná til sín megninu af kvótanum, hækka þannig verðið á innflutningnum og hindra samkeppni við sjálfa sig. Þetta heitir auðvitað að svína á neytendum og þarf meðal annars að skoðast í því ljósi að nú á tímum hækkandi matvælaverðs ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna gegn verðhækkunum. Samkeppniseftirlitið taki viðskiptahættina til skoðunar Samkeppnisyfirvöld hafa áður lagt til að tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti, enda er þar um að ræða vernd fyrir iðnaðarframleiðslu sem á lítið skylt við hefðbundinn landbúnað. Samkeppniseftirlitið hefur líka lagt til að útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Nú virðist full ástæða til að Samkeppniseftirlitið taki þá viðskiptahætti sem viðgangast í þessu kerfi til skoðunar. Sú þróun sem hér er lýst með tölulegum gögnum sýnir vel hvernig hagsmunaaðilum í landbúnaði hefur tekizt að nýta gallað kerfi úthlutunar tollkvóta til að koma í veg fyrir samkeppni við sjálfa sig. Hún sýnir líka vel fram á hversu vitlaust væri að láta þessa sömu hagsmunaaðila hafa undanþágur frá samkeppnislögum, eins og tillögur eru uppi um innan stjórnarliðsins. Það þarf að auka samkeppnina í innlendri búvöruframleiðslu, ekki draga úr henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Ávinningur neytenda af þessum samningi hefur verið umtalsverður, en gæti verið enn meiri. Borga skatt fyrir að fá niðurfelldan skatt Íslenzk stjórnvöld úthluta hinum tollfrjálsu innflutningsheimildum með aðferð, sem gengur gegn bæði bókstaf og tilgangi samningsins. Tollkvótarnir eru boðnir upp og innflutningsfyrirtæki verða þannig að greiða skatt – svokallað útboðsgjald – fyrir að fá annan skatt, innflutningstollinn, felldan niður! Það þýðir að íslenzkir neytendur fá ekki að njóta ávinnings tollfrelsisins til fulls og innflutta varan hækkar í verði sem nemur útboðsgjaldinu. Stækkun tollkvótanna samkvæmt samningnum við ESB var að mestu leyti komin til framkvæmda árið 2019. Félag atvinnurekenda hefur síðan fylgzt með framkvæmd samningsins, meðal annars niðurstöðum útboða á tollkvóta. Reynslan frá 2019 sýnir að hvað sumar búvörur varðar nýta innlendir bændur og framleiðendur kerfið, sem stjórnvöld hafa sett upp í kringum útboð á tollkvótunum, til að hindra að þeir þurfi að takast á við samkeppni frá innflutningi. Innlendir framleiðendur með 74-91% innflutningskvótans Á myndinni hér fyrir neðan sést hversu hátt hlutfall tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið í sinn hlut undanfarin þrjú ár og það sem af er þessu ári. Hlutfallið er allt frá rúmlega 74% árið 2021 og upp í tæplega 91% í þeim útboðum sem fram hafa farið það sem af er árinu 2022. Ástæðan fyrir því að innlendir svínabændur og kjötframleiðendur fá svona hátt hlutfall tollkvótans er að þeir bjóða hátt verð í hann, hærra en flestir aðrir. Á næstu mynd sjáum við þróun útboðsgjaldsins, sem innflytjendur svínakjöts hafa að meðaltali greitt fyrir að fá að flytja inn hvert kíló án tolla frá því í árslok 2018. Þessi mynd segir sína sögu; gjaldið fer hækkandi. Þegar hún er skoðuð í samhengi við fyrri myndina fer ekkert á milli mála að það eru innlendir framleiðendur sem leiða hækkanirnar. Hér eru stjórnmálamenn búnir að búa til kerfi sem gerir innlendum framleiðendum búvöru kleift að bjóða hátt í tollfrjálsan innflutningskvóta á sömu vöru, ná til sín megninu af kvótanum, hækka þannig verðið á innflutningnum og hindra samkeppni við sjálfa sig. Þetta heitir auðvitað að svína á neytendum og þarf meðal annars að skoðast í því ljósi að nú á tímum hækkandi matvælaverðs ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna gegn verðhækkunum. Samkeppniseftirlitið taki viðskiptahættina til skoðunar Samkeppnisyfirvöld hafa áður lagt til að tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti, enda er þar um að ræða vernd fyrir iðnaðarframleiðslu sem á lítið skylt við hefðbundinn landbúnað. Samkeppniseftirlitið hefur líka lagt til að útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Nú virðist full ástæða til að Samkeppniseftirlitið taki þá viðskiptahætti sem viðgangast í þessu kerfi til skoðunar. Sú þróun sem hér er lýst með tölulegum gögnum sýnir vel hvernig hagsmunaaðilum í landbúnaði hefur tekizt að nýta gallað kerfi úthlutunar tollkvóta til að koma í veg fyrir samkeppni við sjálfa sig. Hún sýnir líka vel fram á hversu vitlaust væri að láta þessa sömu hagsmunaaðila hafa undanþágur frá samkeppnislögum, eins og tillögur eru uppi um innan stjórnarliðsins. Það þarf að auka samkeppnina í innlendri búvöruframleiðslu, ekki draga úr henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun