Ólafur vildi lítið tjá sig um mál Eggerts sem æfði með FH á meðan leyfinu stóð Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2022 16:55 Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með sigur dagsins en síður glaður að þurfa að svara spurningum um mál Eggerts Gunnþórs. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu Eggerts Gunnþórs Jónssonar inn í lið hans í dag er FH vann 2-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál hans. Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals. Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals.
Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20
Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09
Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn