Victor Osimhen kom heimamönnum í Napoli yfir eftir um hálftíma leik áður en Lorenzo Insigne tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu.
Það var svo Stanislav Lobotka sem gerði endanlega út um leikinn með marki þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka.
Albert var í byrjunarliði Genoa, en var tekinn af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Genoa situr í næst neðsta sæti deildarinnar þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum frá Salernitana sem situr í öruggu sæti. Albert og félagar eru þó með betri innbyrðis árangur og sigur í lokaleiknum dugir þeim því til að halda sæti sínu, að því gefnu að Salernitana tapi sínum leik.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.