Hafnfirðingar eru ánægðir með bæinn sinn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:10 Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun