Viðreisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki Karólína Helga Símonardóttir skrifar 13. maí 2022 21:31 Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun