Le Parisen greindi frá því að Martens hefði náð samkomulagi við hollensku landsliðskonuna um að ganga í raðir liðsins eftir tímabilið.
Lieke Martens has reached an agreement with PSG and will leave Barcelona for Paris this summer according to reports by @le_Parisien_PSG pic.twitter.com/x1meVeUGdO
— DAZN Football (@DAZNFootball) May 13, 2022
Martens hefur leikið með Barcelona frá 2017 og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu. Hún hefur skorað 71 mark í 152 leikjum í búningi Barcelona.
Martens var lykilhlutverki þegar Holland varð Evrópumeistari 2017 og var valinn besti leikmaður heims það ár. Hún hefur leikið 133 landsleiki og skorað 54 mörk.
PSG varð franskur meistari í fyrra en ólíklegt er að liðinu takist að verja titilinn í ár. Þegar tveimur umferðum í frönsku úrvalsdeildinni er ólokið er PSG fimm stigum á eftir Lyon.
Þessi lið mættust einmitt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon höfðu betur, 5-3 samanlagt. Í hinni undanúrslitarimmunni unnu Martens og liðsfélagar hennar 5-3 samanlagðan sigur á Wolfsburg sem Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með.
Martens verður væntanlega í eldlínunni þegar Holland og Ísland mætast í hreinum úrslitaleik um sæti á HM 2023 í haust.