Þurfa allir að eiga húsnæði? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 13. maí 2022 12:11 Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar