Betri Kópavogur fyrir alla Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 13. maí 2022 11:11 Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun